Um þessar mundir er mikið að gera í skólanum, enda ekki nema einhverjar 2 vikur eftir fyrir páska. Í gær hjálpaði ég konu úr skólanum við að taka myndir af blóðugu kindarhjarta, daginn áður hjálpaði ég félaga mínum við að sulla bjór út um allt (í þágu listarinnar, hóst hóst) og í kvöld er komið að mér, ég ætla samt ekki að vera subba heldur bara taka myndir af reyk.. ójá já já margrét, villt!
Í þessarri viku á ég svo eftir að skila 1 verkefni, fara á ruslahaug í myndatökur, taka reykmyndir, taka pinhole (heimatilbúin myndavél) myndir og framkalla sjálf. Svo á þriðjudag er próf! Vei! En ég er samt í góðum gír og allt á áætlun.. Margrét klikkar ekkert sko ;)
Nú vona ég að þið ormarnir séuð sátt með þessa innsýn í líf ykkar ástkæru, heyri í ykkur við tækifæri
Wednesday, March 14, 2007
Thursday, March 8, 2007
Og hættið svo að röfla!!!
Monday, March 5, 2007
Meiri Hnoðri
Almáttugur. Meiri Hnoðri. Gjörið svo vel.

..Annars hef ég það líka fínt hérna ;)
Blogga kannski meira við tækifæri, aldrei að vita, en núna er ég í miðjum tíma! Obbobobb Margrét.. :p
Subscribe to:
Posts (Atom)