Friday, October 19, 2007

Myndir! MYNDIR MYNDIR!!

First things first samt. Kellingin á mótorhjól. Ok ok, þetta er kannski tæknilega vespa, en hún lítur mun mótorhjólalegra út en meðal vespan! ;) Og mín er glansandi svört og krómuð, með hjálm í stíl og boxi aftan á!
Fjárfestingin var gerð af brýnni nauðsyn, á næsta ári verð ég ekki með far í skólann, auk þess sem ég þarf alltaf að biðja afar fallega og vona það besta og bíða og bíða ef ég þarf far í myndaframköllun, búðina, nú eða bara KFC. Nú eru þeir dagar liðnir!
Svo er ég pottþétt með kaupanda að gripnum þegar ég kem aftur á klakann, þekki eina konu í mótorhjólaklúbb sem ætlar að redda því fyrir mig.
Hvernig lýst ykkur á??



Svo er kellingin á fullu að velja myndir í portofolio fyrir skólann. Í tilefni þess að ég get ekki valið setti ég mögulegar myndir á myndasíðu sem ykkur er hér með boðið að skoða. Þarf að velja 30+ myndir, svo þetta er augljóslega alltof mikið. Endilega segið mér hvað ykkur finnst, hverju á ég að halda og hverju á ég að henda?

http://www.flickr.com/photos/57119420@N00/

Wednesday, October 10, 2007

Fullt af myndum.

Gatan mín glæsilega, Riley Road

Á næsta götuhorni er bæði áfengisbúð og veitingastaður. Hvað þarf maður meira??

Aðeins lengra upp götuna mína, rosa fín búð til hægri (sjá næstu mynd)

Án efa einn glæsilegasti stórmarkaður í bænum, ef ekki heiminum

Einhverra hluta vegna eru ca. 15 flísabúðir á hverju götuhorni hér. Á þessari mynd eru 2.

Rosalega rosalega fín hraðbrautargatnamót.

Hraðbrautin á leiðinni í bæinn. Allar rafmagnssnúrur eru á staurum en ekki niðurgrafnar.

Miðbærinn úr fjarska.

Ekki spurning að maður verður að kíkja..

Miðbærinn, háhýsi í bland við eldgömul ógeðis hús.

Voða eitthvað sjabbí kertaverksmiðja

Þarna stendur "apartments for sale" við niðurnýtt hús í miðbænum. Viltu kaupa íbúð??

Hress gæi að selja dagblöð á götuhorni. Hér er hægt að kaupa allt á næsta götuhorni. Alllllt.


Monday, October 8, 2007

Jæja já

Í tilefni þess að hlutir hér eru skuggalega mikið ódýrari en á Íslandi ákvað ég að smella inn smá verðlista úr síðustu búðarferð. Gengið er yfirleitt milli 8 og 9 ISK, svo reiknið bara sjálf..

  • Burðarpoki R0,21
  • Einnota rakvélar, 5 stk, Gillette R8,49
  • Dömubindi, 20stk, Always R24,99
  • Reyktar svínakótilettur, 6 stk R 39,57
  • JC Le Roux freyðivín, lítil flaska R 11,99
  • Kók, 1L R 7,39
  • Coco Pops 16,99
  • Súkkulaði stykki, 100gr R 4,59
  • Frosin pizza m/pepperoni R 23,99
  • Pepsi dósir, 6 stk R19,99
  • Franskar kartöflur, 1kg R 15,49
  • Kjúklingabringur peri peri, 2 stk R 10,16
  • Snakkpoki, 125gr R 5,99
  • Kjúklingapylsa fyrir 2-3 R 14,96
  • Svínasteikur í rapsi, 4 stk R 11,83
Skemmtilegt finnst mér að 1 stk kjúklingabringa (ferskar, skinnlausar og úrbeinaðar btw) er á innan við 50 kr, á meðan sambærileg bringa á Íslandi er á ca 500kr.
Einnig er burðarpokinn á tæpar 2kr alveg jafn fínn og 15 króna bræður hans á Íslandi
Svo má kannski bæta við að kippan af bjór í gleri er í kringum 300kr...