Friday, October 19, 2007

Myndir! MYNDIR MYNDIR!!

First things first samt. Kellingin á mótorhjól. Ok ok, þetta er kannski tæknilega vespa, en hún lítur mun mótorhjólalegra út en meðal vespan! ;) Og mín er glansandi svört og krómuð, með hjálm í stíl og boxi aftan á!
Fjárfestingin var gerð af brýnni nauðsyn, á næsta ári verð ég ekki með far í skólann, auk þess sem ég þarf alltaf að biðja afar fallega og vona það besta og bíða og bíða ef ég þarf far í myndaframköllun, búðina, nú eða bara KFC. Nú eru þeir dagar liðnir!
Svo er ég pottþétt með kaupanda að gripnum þegar ég kem aftur á klakann, þekki eina konu í mótorhjólaklúbb sem ætlar að redda því fyrir mig.
Hvernig lýst ykkur á??



Svo er kellingin á fullu að velja myndir í portofolio fyrir skólann. Í tilefni þess að ég get ekki valið setti ég mögulegar myndir á myndasíðu sem ykkur er hér með boðið að skoða. Þarf að velja 30+ myndir, svo þetta er augljóslega alltof mikið. Endilega segið mér hvað ykkur finnst, hverju á ég að halda og hverju á ég að henda?

http://www.flickr.com/photos/57119420@N00/

3 comments:

Anonymous said...

Pottþétt að hafa dóru myndirnar!! :D En þetta er ekkert smá cOOl ride sem þú varst að kaupa ! Shjeeetturinn.. öfunda þig í tætlur!

Anonymous said...

Til hamingju með Rugby titilinn, ég vænti þess að þú hafir horft spennt á eins og alla aðra íþróttaviðburði;)

Kv. Harpa

P.s Þín var sárt saknað í afmæli bróður þíns í gær. Kleifarselið breyttist í partýhús á augarbragði. Slíkt hefur ekki gert síðan Margrét steig fæti á klakanum!

Tóta said...

Ég verð því miður að segja þér að mér finnist hjólið líkara vespu en mótorhjóli...
Gott að þú ert langt í burtu svo þú getir ekki buffað mig ;) hehe!

En þetta er mikið af flottum myndum, en þó svo að það er alltaf gott að fá álit annarra mun aldrei allir vera sammála og mér finnt að þú ættir að hlusta á sjálfa þig þegar þú velur myndirnar og rökstyðja fyrir sjálfri þér afhverju þú hafir valið þessar ákveðnu myndir :)
En þær eru allar góðar, bara mis góðar :)