Tuesday, January 22, 2008

Hrmpf

Fyrir cirka viku síðan sat ég hér heima og velti fyrir mér hvort ég ætti að skella þessari einu þvottakörfu í þvottavélina. Leit út og sá að sólin skein. Jújú klárum þetta hugsaði ég, og smellti vélinni af stað.

Þegar þvottavélin var svo búin um einum og hálfum tíma seinna fór ég út að hengja upp þvottinn. En þá leit ég upp og sá að skýin voru orðin skuggalega grá og ég hreinlega fann rigninguna vera að koma. Ekki leist mér á blikuna, en gat lítið í því gert þar sem ég er bara með snúrur úti.

Og viti menn. 10 mínútum seinna byrjaðu örfáir regndropar að falla. Svo kom hellidemba. Svo kom þriðjudagurinn 22. janúar og það er ennþá hellidemba.

En þrátt fyrir alla þessa hamingju á ég pantaðan tíma í klippingu kl 3 á morgun. Og ég keyri mótorhjól. Og það rignir enn. Halelúja.


Vill einhver skutla mer í klippingu á morgun?

1 comment:

Anonymous said...

Samtal Kristínar Maríu við foreldra sína fyrir svefninn áðan:

KMH: "Hva er Skoppa og Skrítla?"
Mamma: "Í Afríku (Skoppa og Skrítla voru að taka upp þætti í haust í Togo og sýndir um það þættir á RÚV um jólin sem KMH var sjúk í)

Mamma: "Þær eru í Afríku, alveg eins og Magga frænka"

KMH: Magga?

Mamma: Já, Magga er í Afríku

KMH: Magga í Afríku?

Mamma: Já....

Og það sem eftir lifði kvölds sagði barnið "Magga, Magga" og hló og hló.

Segðu svo að uppeldið sé ekki gott Margrét;)

Ástarkveðjur frá klakanum,
Bernadetta og co.