Sunday, July 1, 2007

Ekkert internet!

Ykkur til mikillar óhamingju hef ég ekki haft internet í meira en mánuð, sem hefur eflaust orsakað MIKINN söknuð. Ég er núna að vinna í að fá ADSL tengingu heim, sem gerist vonandi/líklega fyrir ágúst. Vonum það besta. Heyri vonandi í ykkur fljótlega.

4 comments:

Anonymous said...

mikið var að beljan bar...

farðu að koma þér í samband við alheiminn vina. þessi síða er muuun óvirkari en eigandinn lofaði við brottför til afríku.

kveðja úr kleifó, harps.

Anonymous said...

Humarsúpa

12 stk humarhalar
2-3 msk smjörlíki
1/2 laukur
5 hvítlauksgeirar
2 sveppir
1/2 msk tómatþykkni
1 tsk paprikuduft
1/2 tsk karrí
2 dl hvítvín
1,5 l vatn
1 tsk fiskikraftur
1 tsk kjötkraftur
smjörbolla (50 g smjörlíki og 50 g hveiti)
2 dl rjómi

Kljúfa humarhala, fjarlægja görn og taka fiskinn úr skelinni. Setja skel í pott og steikja í smjörlíki í 3 mín við vægan hita. Afhýða lauk og hvítlauk og saxa niður ásamt sveppum. Bæta lauk, sveppum, tómatþykkni, paprikudufti, karríi og hvítlauk út í og steikja í 1-2 mín. Setja hvítvín, vatn, fisk- og kjötkraft út í og sjóða áfram í 30-45 mín. Sigta soðið og þykkja með smjörbollu. Hella rjóma út í og hræra í pottinum. Áður en súpan er borin fram eru hráir humarhalar settir á disk og hellið heitri súpunni yfir humarinn sem soðnar í heitri súpunni.

Minnir að þetta sé súpan. Borið fram með þeyttum rjóma.

Bon apetit

Anonymous said...

internet er komið. jíha.

Anonymous said...

looks like only time i get to talk to u is when ur online!!!! so hi there