Wednesday, February 21, 2007

Monday, February 19, 2007

Monday, February 12, 2007

Matur

Hér í Afríku borðar fólk mat. Ég veit að það kemur á óvart. Fólk borðar alls konar mat, og úrvalið er mikið. Verðin eru líka djók. Sumir eiga samt ekki pening fyrir mat, þó ódýr sé.

Í framhaldi af þessu innihaldsríka blaðri vil ég óska eftir uppskriftum og hugmyndum að mat. Maturinn þarf að vera Margrétar-hæfur (enginn laukur takk) og hráefnin mega ekki vera af þeim toga að ég noti þau einu sinni og svo búið (ekki 17 tegundir af einhverjum skrítnum kryddum). Verð skiptir ekki máli, þar sem allt hérna er ódýrt.

Til gamans skal ég setja inn smá týpískan verðlista yfir mat:

Kjúklingur 4 bringur 200-250kr
Nautakjöt 4 mínutusteikur 140kr
Svínakjöt 3 kótilettur 250kr
Lambakjöt 2 lærisneiðar 250kr
Kók 2L 110kr
Egg 6 stk 60kr
Snakkpoki 50kr
Parmesan ostur 250kr
Á skyndibitastað kostar máltíð með öllu um 200-300kr, og á veitingastað er hægt að fá fínasta lunch á innan við 500kr, og klassa kvöldverður er yfirleitt vel undir 1000kr.

Elskuleg móðir!
Svona til að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af fjármálum mínum er ég komin með smá plan í þeim málum. Í hverjum mánuði fæ ég rúmar 70þ krónur í námslán. 35þ fer í leigu, sem þýðir að ég hef 35þ+ eftir, eða rúmar 1000kr á dag. Einu sinni í viku fer ég og tek út 7000kr sem ég reyni eftir bestu getu að láta duga út vikuna. Ef það virkar ekki, eða eitthvað spes kemur upp á, þá á á ég alltaf einhvern smá auka pening. Hingað til hefur þetta samt ekki verið neitt mál. Reyndar fer að koma að því að ég þurfi að kaupa filmur og svoleiðis dót, og þá gæti verið að ég brosi ósköp fallega til þín... *hvolpasvipur*
PS. Uppskriftir fólk, núna.

Sunday, February 11, 2007

Helgin

Helgin. Ágætis. Ekki gerðuð þið þetta, neeeeeeeeeei...










Thursday, February 8, 2007

Monday, February 5, 2007

Myndir

Ég hef ekki fengið eina einustu mynd! Ég vil myndir. Og ég vil þær strax. Og þar sem ég er með ritstíflu vil ég fá spurningar eða eitthvað... hmm.. þarf að blogga en veit ekki hvað.. allamallalalla

Thursday, February 1, 2007

Margrét lifir

Þrátt fyrir allt er Margrét enn á lífi!

(Internet tenging er eitthvað sem gerist í fjarlægri framtíð, svo þið verðið að afsaka fjarveru mína í netheimum)

Og það sem meira er, lífið er bara nokkuð gott. Ég er flutt til Johannesburg, í lítið dúllu úthverfi sem heitir Bedfordview. Bedfordview er svona eins og Seltjarnarnes: þetta er svona ríka fólks bær við jaðar Jo'burg sem var einu sinni úthverfi en er núna orðið að sér bæ. Svona eins og Nesið, það er spes bær en er samt eiginlega Reykjavík.. þið fattið mig.. En allavega, hér í bænum er allt til alls, stórt og flott moll, nóg af búðum, veitinga- og skemmtistöðum og miðað við restina af Suður Afríku er þetta mjög safe staður.

Svo viljið þið örugglega vita í hvers konar rottuholu ég bý! Nújæja, íbúðin mín er 15 mín rölt frá skólanum og 5 mín frá búð/bakarí og pizzastað. Íbúðin er næstum því heilt hús, en í einhverri pínu holu á endanum býr annað fólk. Ég er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi, stórt opið eldhús og fína stofu. Húsgögn fylgdu með og leigan er litlar 35þús á mánuði, rafmagn og vatn innifalið. Og áður en þið spurjið "af hverju þarftu 2 svefnherbergi??" þá þarf ég þess svo sem ekki, en fyrir þetta verð, þessa staðsetningu og að husgögn fylgi með er mér slétt sama þó ég hafi 1 autt herbergi! Og svo get ég alltaf notað það sem myrkaherbergi :) Svo er ég líka með svefnsófa svo ef einhverjum dettur í hug að koma í heimsókn þá á ég herbergi OG baðherbergi handa ykkur... ;)

Skólinn er líka byrjaður, hann er nú ástæðan fyrir að ég var að villast hingað.. nú er ég búin að vera í skólanum í tæpar 2 vikur og gengur bara vel. Hann byrjar rosa hægt þar sem sumir hérna kunna ekkert, en mér skilst að þetta fari bráðum að verða spennó og ég geti jafnvel farið að sýna ykkur myndir. Skólinn er allavega rosa fínn, æðislegir kennarar og starfsfólk og allt alveg tipp topp. Ritarinn fór meira að segja með mér að versla rúmföt fyrsta daginn minn hérna.. sjáið þið fyrir ykkur einhverja grumpy kellingu í HÍ fara með nemendunum í Hagkaup? Tjah neeee...

Og síðast en ALLLS EKKI síst! Ég á bíbí!!! Hann/hún heitir Hnoðri og er 16 vikna Black Capped Conure og er alveg ótrúlega lítill og sætur og krúttulegur og elskar að kúra og sitja á öxlinni á mér! Hann er núna bara pínu lítill en verður um 25 cm fullvaxinn. Í öðrum bíbí fréttum er það helst að elsku sæti dúllu Jón minn yfirgaf þennan heim daginn eftir að ég fór út.. hann hefur fundið það á sér greyi kallinn að hans tími var kominn :(

PS. Vinir og vandamenn, ég hvet ykkur til að senda mér myndir af ykkur! Myndin þarf að vera sæmilega góð og nógu stór til að prenta 10x15cm. Pælingin er að láta prenta myndirnar ut og hengja upp á vegg. Einfaldast er ef þið sendið myndirnar á emailið mitt; margrethinmikla (hjá) hotmail.com