Thursday, November 15, 2007

Monday, November 5, 2007

Ný klipping


Fín? Það held ég nú..

Friday, October 19, 2007

Myndir! MYNDIR MYNDIR!!

First things first samt. Kellingin á mótorhjól. Ok ok, þetta er kannski tæknilega vespa, en hún lítur mun mótorhjólalegra út en meðal vespan! ;) Og mín er glansandi svört og krómuð, með hjálm í stíl og boxi aftan á!
Fjárfestingin var gerð af brýnni nauðsyn, á næsta ári verð ég ekki með far í skólann, auk þess sem ég þarf alltaf að biðja afar fallega og vona það besta og bíða og bíða ef ég þarf far í myndaframköllun, búðina, nú eða bara KFC. Nú eru þeir dagar liðnir!
Svo er ég pottþétt með kaupanda að gripnum þegar ég kem aftur á klakann, þekki eina konu í mótorhjólaklúbb sem ætlar að redda því fyrir mig.
Hvernig lýst ykkur á??



Svo er kellingin á fullu að velja myndir í portofolio fyrir skólann. Í tilefni þess að ég get ekki valið setti ég mögulegar myndir á myndasíðu sem ykkur er hér með boðið að skoða. Þarf að velja 30+ myndir, svo þetta er augljóslega alltof mikið. Endilega segið mér hvað ykkur finnst, hverju á ég að halda og hverju á ég að henda?

http://www.flickr.com/photos/57119420@N00/

Wednesday, October 10, 2007

Fullt af myndum.

Gatan mín glæsilega, Riley Road

Á næsta götuhorni er bæði áfengisbúð og veitingastaður. Hvað þarf maður meira??

Aðeins lengra upp götuna mína, rosa fín búð til hægri (sjá næstu mynd)

Án efa einn glæsilegasti stórmarkaður í bænum, ef ekki heiminum

Einhverra hluta vegna eru ca. 15 flísabúðir á hverju götuhorni hér. Á þessari mynd eru 2.

Rosalega rosalega fín hraðbrautargatnamót.

Hraðbrautin á leiðinni í bæinn. Allar rafmagnssnúrur eru á staurum en ekki niðurgrafnar.

Miðbærinn úr fjarska.

Ekki spurning að maður verður að kíkja..

Miðbærinn, háhýsi í bland við eldgömul ógeðis hús.

Voða eitthvað sjabbí kertaverksmiðja

Þarna stendur "apartments for sale" við niðurnýtt hús í miðbænum. Viltu kaupa íbúð??

Hress gæi að selja dagblöð á götuhorni. Hér er hægt að kaupa allt á næsta götuhorni. Alllllt.


Monday, October 8, 2007

Jæja já

Í tilefni þess að hlutir hér eru skuggalega mikið ódýrari en á Íslandi ákvað ég að smella inn smá verðlista úr síðustu búðarferð. Gengið er yfirleitt milli 8 og 9 ISK, svo reiknið bara sjálf..

  • Burðarpoki R0,21
  • Einnota rakvélar, 5 stk, Gillette R8,49
  • Dömubindi, 20stk, Always R24,99
  • Reyktar svínakótilettur, 6 stk R 39,57
  • JC Le Roux freyðivín, lítil flaska R 11,99
  • Kók, 1L R 7,39
  • Coco Pops 16,99
  • Súkkulaði stykki, 100gr R 4,59
  • Frosin pizza m/pepperoni R 23,99
  • Pepsi dósir, 6 stk R19,99
  • Franskar kartöflur, 1kg R 15,49
  • Kjúklingabringur peri peri, 2 stk R 10,16
  • Snakkpoki, 125gr R 5,99
  • Kjúklingapylsa fyrir 2-3 R 14,96
  • Svínasteikur í rapsi, 4 stk R 11,83
Skemmtilegt finnst mér að 1 stk kjúklingabringa (ferskar, skinnlausar og úrbeinaðar btw) er á innan við 50 kr, á meðan sambærileg bringa á Íslandi er á ca 500kr.
Einnig er burðarpokinn á tæpar 2kr alveg jafn fínn og 15 króna bræður hans á Íslandi
Svo má kannski bæta við að kippan af bjór í gleri er í kringum 300kr...

Tuesday, August 28, 2007

Winning Streak

Margrét er aldeilis að gera sig þessa dagana..

Var að koma úr skólanum þar sem þeir dæmdu okkar "specific briefs". Þar fengum við öll mismunandi myndir sem við áttum síðan að taka sjálf. Ég fékk frekar óspennandi mynd af mann skugga sem fellur á svefnherbergis vegg. Voða gaman. Átti von á dauða mínum. En nei. Nær Margrét þessu ekki bara með glans! Er ekki enn búin að fá endanlega einkunn en það hljómaði í kringum 8 af 9 mögulegum. Ekki dónalegt það.

Svo um daginn áttum við að taka mynd af innanhúss arkitektur. Ég veit álíka mikið um þessháttar ljósmyndun og meðal íslendingur veit um Zimbabwe. Sem sagt ekkert. Fór svo í örvæntingu minni á hótel og tók 2 myndir. Tvær. Aldeilis að ég var dugleg að finna myndefni *hósthóst*. valdi svo eina af stofu með arin og stólum. Voða simetrískt. Voða flott? Varla. En náði ég? Það held ég nú! Fékk heila 4.03 af 4 mögulegum (allt umfram er bónus einkunn). Haha aldeilis að maður rústaði þessu!

Svo náttúrulega um daginn rústaði ég hljómsveitamyndatökunni. Múhaha. Fékk 10 af 10 mögulegum fyrir myndina sjálfa. Þurftum reyndar líka að púsla saman collage úr myndunum til að búa til plötuumslag. En viti menn, ég er ljósmyndari, EKKI grafískur hönnuður! Fékk samt 8 fyrir það, ekkert slæmt svo sem.

Heildareinkunn mín þessa stundina er eitthvað í kringum 85%. Ekki margir háskólanemar sem geta montað sig af svo myndarlegri einkunn. Múhaha. Mont mont.

PS. Ég veit að þið eruð öll að væla að þið viljið sjá myndir. En ég tek ennþá allt á filmu. Ef einhverjum langar að gefa mér filmuskanna skal ég sýna ykkur allar þær myndir sem þið viljið. En þangað til verðiði bara að hætta að kvarta og bíða þar til við förum að taka á digital. Það styttist í það.

PPS. Núna mega allir commenta og segja "Vá Margrét vá! Þú ert ótrúleg!" :)

Tuesday, August 21, 2007

I've been everywhere man..

10 lönd, eða 4% af heiminum. Ójá.

Hvar hef ég svo verið?

-Belgía-
-Danmörk-
-England-
-Frakkland-
-Holland-
-Ísland-
-Monaco-
-Suður Afríka-
-Svíþjóð-
-Þýskaland-


Monday, August 13, 2007

Engin kisa!

Þar sem kisa fannst ekki í tæka tíð verð ég að sleppa cat scan í bili.

..Svo líka sagði taugalæknirinn að þetta hljómaði alveg eins og sjaldgæf tegund mígrenis. Hann testaði svo viðbrögðin og sá ekkert að þar á bæ. Síðan skrifaði hann upp á mígrenislyf sem ég á að taka þegar þetta gerist. Hann bauð meira að segja upp á lyf sem stungið skal upp í botn, sem ég afþakkaði verulega pent! *lesist: hristi hausinn og sagði nei!!!*

Alltaf gaman að hafa mígreni. Fátt betra. Mæli með því.

Tuesday, August 7, 2007

Cat scan

Ég hef beðið eftir þessari stundu alla mína ævi. Já vinir og kunningjar, það er komið að því að ég fari í cat scan!

Af hverju? Nýlega hef ég verið að fá undarleg köst þar sem sjónin mín hverfur nánast, verður rosa þokukennd með annað hvort skærri doppu í sjóninni eða rönd. Svona eins og maður hafi horft beint í skært ljós. Og hafi fengið sér fáeina kalda. Eftir ca klukkutíma kemur sjónin svo aftur, og smá hausverkur hægra megin í höfðinu. Þetta hefur núna gerst 4 sinnum á innan við 3 mánuðum, síðustu 2 köst með 2ja daga millibili.

Í dag þegar þetta var að gerast í 4ða skiptið fór ég svo beinustu leið til læknis. Hún hleypti mér beint inn og skoðaði mig hátt og lágt. Hún sagði að þetta væri líklegast undarlegt mígreni (nánast án hausverks) eða flogaveiki án floga. EN til að útiloka tauga- eða heilavandræði sendi hún mig til taugasérfræðings næsta mánudag. Hann mun svo væntanlega senda mig í cat scan eða álíka scan. Stuð.

Eitt vandamál samt.. ég á engan kött ?

Saturday, August 4, 2007

Afríka - best í heimi!

Hér á bæ er daglegt brauð að eitthvað af daglegum nauðsynjum vanti. Það hefur ekki liðið sá mánuður síðan ég kom að ekki hafi vantað annað hvort vatn eða rafmagn.

Rafmagnið hefur farið af í 4 daga samfleytt, vatn í 3 daga. Þegar vatnið fer er skiljanlega ekkert drykkjarvatn, ekkert burstatennur vatn, ekkert sturtaniðurúrklósettinu vatn og ekkert baðvatn. Það er hægt að redda drykkju og tannburstun með flöskuvatni, en það er takmarkað fjör að sleppa baðferðum og klósettsturtunum í 3 daga. Eiginlega bara ógeðslegt frekar.

En þegar rafmagnið fer af er ástandið jafnvel betra. Öll ljós fara, öryggiskerfið og öryggishliðið er dautt, ísskápurinn myndar eigið vistkerfi, tölva og sjónvarp ekki í boði, oooog heitavatns hitarinn er död líka, svo viti menn, EKKERT BAÐ! Og imyndið ykkur þessa gleði í 4 daga...

Vanalega fer vatn og rafmagn ekki svona lengi af, oftast er það dagur hér og dagur þar. Samt svona líka gaman. En þá fer bara eitthvað annað! Síðan ég kom hingað hafa hangið uppi merkingar í verslunum hér og þar að í landinu sé skortur á mjólk. Laukrétt. Stundum fer maður í búðina og það er ekki ein einasta mjólkurferna til. Ekki nýmjólk, léttmjólk eða G-mjólk. Engin mjólk. Það er líka meintur skortur á gosdrykkjum, þó ég hafi ekki orðið vör við það enn. Ég held ég myndi hreinlega missa mig ef pepsi væri bara hvergi til!

Og svo er það það nýjasta. Það er bensínverkfall. Það er svo sem ekkert nýtt að það séu verkföll hér, en bensín er ekki hresst. Síðan ég kom hefur verið kennaraverkfall í 3 mánuði, og (nánast) allir borgarstarfsmenn fóru í verkfall í nokkrar vikur. Þeir hótuðu að ALLIR myndu fara í verkfall, löggur, læknar, slökkviliðsmenn, allir. Ekki beint gaman að vera skotinn í Jóhannesarborg ef spítalinn er tómur! En sem betur fer leystist það áður en þetta gerðist. En já bensín verkfall. Það byrjaði á miðvikudaginn og enn er ekkert að gerast. Flestar bensínstöðvar eru galtómar, sérstaklega í Jóhannesarborg. Ef þetta leysist ekki kemst enginn í vinnuna (fólk er að keyra alveg tugi kílómetra í vinnuna) og landið fer gjörsamlega í kleinu.

..Það mætti halda að maður eigi heima í Afríku!!!

Tuesday, July 31, 2007

Hljómsveitarmyndir

http://tinypic.com/view.php?pic=4p51nyu

http://tinypic.com/view.php?pic=52mq81u

Gjössovel.
Endilega klikka á stærri utgáfuna, því sú litla er ekki það hress.

Wednesday, July 18, 2007

Sunday, July 1, 2007

Ekkert internet!

Ykkur til mikillar óhamingju hef ég ekki haft internet í meira en mánuð, sem hefur eflaust orsakað MIKINN söknuð. Ég er núna að vinna í að fá ADSL tengingu heim, sem gerist vonandi/líklega fyrir ágúst. Vonum það besta. Heyri vonandi í ykkur fljótlega.

Friday, May 4, 2007

Afmæli!!

Eftir langa bið er reikningsnúmerið mitt loksins komið:

1152 - 26 - 061544

Margrét Hauksdóttir
0905852239

----

Annars er helst í fréttum að á mánudagsmorgunn fór rafmagnið af öllum bænum. Á fimmtudagsmorgun mætti rafmagnið aftur. Alltaf gaman í Afríku.

Sjáuuuuumst!

Wednesday, April 18, 2007

Afmæli!!

Eins og alþjóð veit á ég afmæli 9. maí næstkomandi. Eins og alþjóð veit einnig er ég stödd í Afríku um þessar mundir. Afmælisgjafir og Afríka fara ekki vel saman. Þess vegna hafði ég hugsað mér að þeir sem höfðu hugsað sér að gefa mér afmælisgjöf gætu einfaldlega lagt pening inn á bankareikning minn, í stað þess að kaupa eitthvað rándýrt íslands dót með rándýrum pósti. Sniðugt, ekki satt?

Ég vil samt ekki að þið haldið að ég sé að heimta pening í massavís, þetta er þvert á móti mun ódýrari kostur fyrir þá sem ætluðu hvort sem er að gefa mér eitthvað. Og fyrir litlar 500kr get ég keypt heilan helling hér, reynið að gera það á Íslandi! ;)

Því miður er heimabankinn minn með eitthvað rugl svo ég veit ekki reikningsnúmerið mitt, en um leið og ég kemst að hvað það er skal ég pósta því hér.

Wednesday, March 14, 2007

Flrghh

Um þessar mundir er mikið að gera í skólanum, enda ekki nema einhverjar 2 vikur eftir fyrir páska. Í gær hjálpaði ég konu úr skólanum við að taka myndir af blóðugu kindarhjarta, daginn áður hjálpaði ég félaga mínum við að sulla bjór út um allt (í þágu listarinnar, hóst hóst) og í kvöld er komið að mér, ég ætla samt ekki að vera subba heldur bara taka myndir af reyk.. ójá já já margrét, villt!

Í þessarri viku á ég svo eftir að skila 1 verkefni, fara á ruslahaug í myndatökur, taka reykmyndir, taka pinhole (heimatilbúin myndavél) myndir og framkalla sjálf. Svo á þriðjudag er próf! Vei! En ég er samt í góðum gír og allt á áætlun.. Margrét klikkar ekkert sko ;)

Nú vona ég að þið ormarnir séuð sátt með þessa innsýn í líf ykkar ástkæru, heyri í ykkur við tækifæri

Thursday, March 8, 2007

Og hættið svo að röfla!!!

Mér er alveg sama þó þetta séu kúkamyndir og á hlið. Þið eruð bara kúkar. Haha.


..Nei djók þið eruð algjörar mýs :)

Monday, March 5, 2007

Meiri Hnoðri

Almáttugur. Meiri Hnoðri. Gjörið svo vel.


..Annars hef ég það líka fínt hérna ;)
Blogga kannski meira við tækifæri, aldrei að vita, en núna er ég í miðjum tíma! Obbobobb Margrét.. :p

Wednesday, February 21, 2007

Monday, February 19, 2007

Monday, February 12, 2007

Matur

Hér í Afríku borðar fólk mat. Ég veit að það kemur á óvart. Fólk borðar alls konar mat, og úrvalið er mikið. Verðin eru líka djók. Sumir eiga samt ekki pening fyrir mat, þó ódýr sé.

Í framhaldi af þessu innihaldsríka blaðri vil ég óska eftir uppskriftum og hugmyndum að mat. Maturinn þarf að vera Margrétar-hæfur (enginn laukur takk) og hráefnin mega ekki vera af þeim toga að ég noti þau einu sinni og svo búið (ekki 17 tegundir af einhverjum skrítnum kryddum). Verð skiptir ekki máli, þar sem allt hérna er ódýrt.

Til gamans skal ég setja inn smá týpískan verðlista yfir mat:

Kjúklingur 4 bringur 200-250kr
Nautakjöt 4 mínutusteikur 140kr
Svínakjöt 3 kótilettur 250kr
Lambakjöt 2 lærisneiðar 250kr
Kók 2L 110kr
Egg 6 stk 60kr
Snakkpoki 50kr
Parmesan ostur 250kr
Á skyndibitastað kostar máltíð með öllu um 200-300kr, og á veitingastað er hægt að fá fínasta lunch á innan við 500kr, og klassa kvöldverður er yfirleitt vel undir 1000kr.

Elskuleg móðir!
Svona til að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af fjármálum mínum er ég komin með smá plan í þeim málum. Í hverjum mánuði fæ ég rúmar 70þ krónur í námslán. 35þ fer í leigu, sem þýðir að ég hef 35þ+ eftir, eða rúmar 1000kr á dag. Einu sinni í viku fer ég og tek út 7000kr sem ég reyni eftir bestu getu að láta duga út vikuna. Ef það virkar ekki, eða eitthvað spes kemur upp á, þá á á ég alltaf einhvern smá auka pening. Hingað til hefur þetta samt ekki verið neitt mál. Reyndar fer að koma að því að ég þurfi að kaupa filmur og svoleiðis dót, og þá gæti verið að ég brosi ósköp fallega til þín... *hvolpasvipur*
PS. Uppskriftir fólk, núna.

Sunday, February 11, 2007

Helgin

Helgin. Ágætis. Ekki gerðuð þið þetta, neeeeeeeeeei...










Thursday, February 8, 2007

Monday, February 5, 2007

Myndir

Ég hef ekki fengið eina einustu mynd! Ég vil myndir. Og ég vil þær strax. Og þar sem ég er með ritstíflu vil ég fá spurningar eða eitthvað... hmm.. þarf að blogga en veit ekki hvað.. allamallalalla

Thursday, February 1, 2007

Margrét lifir

Þrátt fyrir allt er Margrét enn á lífi!

(Internet tenging er eitthvað sem gerist í fjarlægri framtíð, svo þið verðið að afsaka fjarveru mína í netheimum)

Og það sem meira er, lífið er bara nokkuð gott. Ég er flutt til Johannesburg, í lítið dúllu úthverfi sem heitir Bedfordview. Bedfordview er svona eins og Seltjarnarnes: þetta er svona ríka fólks bær við jaðar Jo'burg sem var einu sinni úthverfi en er núna orðið að sér bæ. Svona eins og Nesið, það er spes bær en er samt eiginlega Reykjavík.. þið fattið mig.. En allavega, hér í bænum er allt til alls, stórt og flott moll, nóg af búðum, veitinga- og skemmtistöðum og miðað við restina af Suður Afríku er þetta mjög safe staður.

Svo viljið þið örugglega vita í hvers konar rottuholu ég bý! Nújæja, íbúðin mín er 15 mín rölt frá skólanum og 5 mín frá búð/bakarí og pizzastað. Íbúðin er næstum því heilt hús, en í einhverri pínu holu á endanum býr annað fólk. Ég er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi, stórt opið eldhús og fína stofu. Húsgögn fylgdu með og leigan er litlar 35þús á mánuði, rafmagn og vatn innifalið. Og áður en þið spurjið "af hverju þarftu 2 svefnherbergi??" þá þarf ég þess svo sem ekki, en fyrir þetta verð, þessa staðsetningu og að husgögn fylgi með er mér slétt sama þó ég hafi 1 autt herbergi! Og svo get ég alltaf notað það sem myrkaherbergi :) Svo er ég líka með svefnsófa svo ef einhverjum dettur í hug að koma í heimsókn þá á ég herbergi OG baðherbergi handa ykkur... ;)

Skólinn er líka byrjaður, hann er nú ástæðan fyrir að ég var að villast hingað.. nú er ég búin að vera í skólanum í tæpar 2 vikur og gengur bara vel. Hann byrjar rosa hægt þar sem sumir hérna kunna ekkert, en mér skilst að þetta fari bráðum að verða spennó og ég geti jafnvel farið að sýna ykkur myndir. Skólinn er allavega rosa fínn, æðislegir kennarar og starfsfólk og allt alveg tipp topp. Ritarinn fór meira að segja með mér að versla rúmföt fyrsta daginn minn hérna.. sjáið þið fyrir ykkur einhverja grumpy kellingu í HÍ fara með nemendunum í Hagkaup? Tjah neeee...

Og síðast en ALLLS EKKI síst! Ég á bíbí!!! Hann/hún heitir Hnoðri og er 16 vikna Black Capped Conure og er alveg ótrúlega lítill og sætur og krúttulegur og elskar að kúra og sitja á öxlinni á mér! Hann er núna bara pínu lítill en verður um 25 cm fullvaxinn. Í öðrum bíbí fréttum er það helst að elsku sæti dúllu Jón minn yfirgaf þennan heim daginn eftir að ég fór út.. hann hefur fundið það á sér greyi kallinn að hans tími var kominn :(

PS. Vinir og vandamenn, ég hvet ykkur til að senda mér myndir af ykkur! Myndin þarf að vera sæmilega góð og nógu stór til að prenta 10x15cm. Pælingin er að láta prenta myndirnar ut og hengja upp á vegg. Einfaldast er ef þið sendið myndirnar á emailið mitt; margrethinmikla (hjá) hotmail.com

Wednesday, January 17, 2007

Sma ferdasaga

Thad er komid ad hinu oumflyjanlega! Ferdasagan ogedslega!!

Adfaranott laugardags:
Farid a faetur um kl 4 eftir misheppnada tilraun til svefns. Brunad ut a flugvoll 4:30, i verstu aksturs adstaedum ever. Endalaus snjor, alveg daudans. Vegurinn sast varla. 6 gradu frost og enginn hiti aftur i bilnum. Eg elska thig Island! Komid a flugvoll a okristilegum tima og tekkad inn. Allt gekk eins og smurt og engar radir eda vesen. For svo i loftid um 7:15 og sofnadi sirka minutu eftir flugtak. An grins. Vaknadi svo um 5 minutum adur en vid lentum. Afar anaegjulegt flug.

Laugardagur:
Lenti i London um 10 leytid og tok rutu i baeinn, thar sem express lestin var svo skemmtilega i vidgerd akkurat thennan dag. Rutan tok heilar 90 leidinda minutur, sem er tvofalt lengra en lestin. En oh well. Komst a endanum a lestarstodina vid Liverpool street thar sem eg skildi toskurnar eftir, og for svo i labbitur um London. A labbitur minum sa eg skemmtilegan floamarkad, for a efri haedina i 2ja haeda straeto, og rolti um Oxford street eins og allir godir turistar verda ad gera.

Eftir labbiturinn goda for eg aftur ad saekja toskurnar og kom mer svo ut a Heathrow. Allt gekk eins og i sogu thar, nema eg fekk ekki ofursaetid sem eg hafdi pantad. En allt i fina, eg fekk agaetis gluggasaeti vid hlidina a 2 frednustu gaurum i heimi (annar theirra hordfi a biomyndirnar AN headphona, hallo!!). Eg sofnadi svo adur en flugvelin for i loftid, toppidi thad! Rankadi vid mer i flugtaki en svaf svo eins og steinn i svona 3klst,vaknadi svo til ad horfa a 1 biomynd, sofnadi aftur og vaknadi 2 klst fyrir lendingu. Ljomandi flug og laetur Icelandair lita ut eins og hestvagn vid hlidina.

Sunnudagur:
A flugvellinum beid min madur fra gistiheimilinu sem keyrdi mig ad vistaverum minum. Leidin er um 50km og borgadi eg 800ISK. Algjort ran. Eg fekk finustu mottokur og stort og gott herberginu med adgang ad badi, eldhusi og gardi med sundlaug. Sidan var bara sofid og sofid, kikt i sma labbitur, og svo beisikli sofid fram a naesta dag.

Manudagur+
Nuna sidan eg kom hingad hef eg bara verid ad skoda baeinn, kaupa naudsynjar, kikja i skolann og svona. Voda naes.

-----------------------------
Hvernig er Afrikan?
Eg fae thessa spurningu svoa 10 sinnum alltaf thegar eg fer a msn, svo er skal bara svara nuna
-Nanast allir eru svartir
-Hvitir eru greinilega einum klassa ofar en svartir
-Thad er allt frekar dreift herna, engar svona litlar throngar gotur
-Umferd innan baejarins er ekki mikil og bilar allt fra gomlum pikkoppum yfir i nyjasta Lexusinn
-Verdlag er faranlegt. Hlutir kosta almennt 2-5 falt minna en a Islandi.
-Budir eru ekki osvipadar og heima, matarbudir her og thar, bensinstodvar sem eru alltaf opnar og 3 moll.
-Eg hef ekki sed eina einustu kongulo
-Almennt sed get eg lifad lifinu oskop svipad og a Islandi, en thad eru ekki allir sem hafa thad svo gott.

Og dyrin?
Eg hef hingad til sed:
-Einhvers konar mys uti a gangstett
-Risastoran fugl sem eg hef aldrei sed adur
-Edlur uti um allt, ein inni i herberginu minu i gaer
-Bjollu a nattbordinu minu
-Drekaflugu a roltinu frammi a gangi

samt er eg furdu litid hraedd vid thetta

Hvad um thig Margret, vid erum hraeadd um thig!!
Eg for i gaer i oryggisbud og versladi thar baedi pepper spray og vasaljos. Sidan er inni i myndinni ad eg flytji i annan bae, smabae rett fyrir utan Johannesburg. Hann er vist oruggari en baedi Pretoria og Jo'burg, og eg fae a morgun ad fara ad skoda og velja svo hvar eg verd. Thetta er alveg sami skoli og her, bara annar campus. Thar gaeti eg sidan fengid mjog fina og orugga ibud. En thad kemur allt i ljos fljotlega. Eg er allavega nokkud seif i augnablikinu, gistiheimilid er a godum stad og eg er vel varin. Eg fer lika ekki ut med neitt verdmaett allavega til ad byrja med (engar myndir strax, sry)

Jaeja eg laet thetta endalaust langa ofurblogg duga i bili, vona ad thid vitid nu adeins meira hvernig Afriku Margret hefur thad, og eg heyri vonandi i ykkur bradlega! :)

-Afriku Margret sem er ad fara ad kaupa hjol

Monday, January 15, 2007

Komin til Pretoria!

Jaeja jaeja tha er Afriku Margret lokins komin ti Afrikunnar sinnar. 'Eg er nuna stodd a Pretoria backpackers sem er svona i heppilegri fjarlaegd fra midbaenum, skolanum og mollinu ;) Vedrid er gott, folkid naes og allt skuggalega odyrt. Ferdalagid gekk lika vel thratt fyrir ad vera ooooogo langt og leidinlegt!

Eg aetla nu ekki ad hafa thetta blogg mjog langt, aetla ad kikja eitthvert ut ad borda nuna, en endilega skrifid nidur nyja simanumerid mitt:

+27 22333227


PS. Stelpur minar thetta er fjolskylduvaent blogg, bannad ad kommenta um orgiurnar ykkar og alika rugl! ;)