Tuesday, August 28, 2007

Winning Streak

Margrét er aldeilis að gera sig þessa dagana..

Var að koma úr skólanum þar sem þeir dæmdu okkar "specific briefs". Þar fengum við öll mismunandi myndir sem við áttum síðan að taka sjálf. Ég fékk frekar óspennandi mynd af mann skugga sem fellur á svefnherbergis vegg. Voða gaman. Átti von á dauða mínum. En nei. Nær Margrét þessu ekki bara með glans! Er ekki enn búin að fá endanlega einkunn en það hljómaði í kringum 8 af 9 mögulegum. Ekki dónalegt það.

Svo um daginn áttum við að taka mynd af innanhúss arkitektur. Ég veit álíka mikið um þessháttar ljósmyndun og meðal íslendingur veit um Zimbabwe. Sem sagt ekkert. Fór svo í örvæntingu minni á hótel og tók 2 myndir. Tvær. Aldeilis að ég var dugleg að finna myndefni *hósthóst*. valdi svo eina af stofu með arin og stólum. Voða simetrískt. Voða flott? Varla. En náði ég? Það held ég nú! Fékk heila 4.03 af 4 mögulegum (allt umfram er bónus einkunn). Haha aldeilis að maður rústaði þessu!

Svo náttúrulega um daginn rústaði ég hljómsveitamyndatökunni. Múhaha. Fékk 10 af 10 mögulegum fyrir myndina sjálfa. Þurftum reyndar líka að púsla saman collage úr myndunum til að búa til plötuumslag. En viti menn, ég er ljósmyndari, EKKI grafískur hönnuður! Fékk samt 8 fyrir það, ekkert slæmt svo sem.

Heildareinkunn mín þessa stundina er eitthvað í kringum 85%. Ekki margir háskólanemar sem geta montað sig af svo myndarlegri einkunn. Múhaha. Mont mont.

PS. Ég veit að þið eruð öll að væla að þið viljið sjá myndir. En ég tek ennþá allt á filmu. Ef einhverjum langar að gefa mér filmuskanna skal ég sýna ykkur allar þær myndir sem þið viljið. En þangað til verðiði bara að hætta að kvarta og bíða þar til við förum að taka á digital. Það styttist í það.

PPS. Núna mega allir commenta og segja "Vá Margrét vá! Þú ert ótrúleg!" :)

Tuesday, August 21, 2007

I've been everywhere man..

10 lönd, eða 4% af heiminum. Ójá.

Hvar hef ég svo verið?

-Belgía-
-Danmörk-
-England-
-Frakkland-
-Holland-
-Ísland-
-Monaco-
-Suður Afríka-
-Svíþjóð-
-Þýskaland-


Monday, August 13, 2007

Engin kisa!

Þar sem kisa fannst ekki í tæka tíð verð ég að sleppa cat scan í bili.

..Svo líka sagði taugalæknirinn að þetta hljómaði alveg eins og sjaldgæf tegund mígrenis. Hann testaði svo viðbrögðin og sá ekkert að þar á bæ. Síðan skrifaði hann upp á mígrenislyf sem ég á að taka þegar þetta gerist. Hann bauð meira að segja upp á lyf sem stungið skal upp í botn, sem ég afþakkaði verulega pent! *lesist: hristi hausinn og sagði nei!!!*

Alltaf gaman að hafa mígreni. Fátt betra. Mæli með því.

Tuesday, August 7, 2007

Cat scan

Ég hef beðið eftir þessari stundu alla mína ævi. Já vinir og kunningjar, það er komið að því að ég fari í cat scan!

Af hverju? Nýlega hef ég verið að fá undarleg köst þar sem sjónin mín hverfur nánast, verður rosa þokukennd með annað hvort skærri doppu í sjóninni eða rönd. Svona eins og maður hafi horft beint í skært ljós. Og hafi fengið sér fáeina kalda. Eftir ca klukkutíma kemur sjónin svo aftur, og smá hausverkur hægra megin í höfðinu. Þetta hefur núna gerst 4 sinnum á innan við 3 mánuðum, síðustu 2 köst með 2ja daga millibili.

Í dag þegar þetta var að gerast í 4ða skiptið fór ég svo beinustu leið til læknis. Hún hleypti mér beint inn og skoðaði mig hátt og lágt. Hún sagði að þetta væri líklegast undarlegt mígreni (nánast án hausverks) eða flogaveiki án floga. EN til að útiloka tauga- eða heilavandræði sendi hún mig til taugasérfræðings næsta mánudag. Hann mun svo væntanlega senda mig í cat scan eða álíka scan. Stuð.

Eitt vandamál samt.. ég á engan kött ?

Saturday, August 4, 2007

Afríka - best í heimi!

Hér á bæ er daglegt brauð að eitthvað af daglegum nauðsynjum vanti. Það hefur ekki liðið sá mánuður síðan ég kom að ekki hafi vantað annað hvort vatn eða rafmagn.

Rafmagnið hefur farið af í 4 daga samfleytt, vatn í 3 daga. Þegar vatnið fer er skiljanlega ekkert drykkjarvatn, ekkert burstatennur vatn, ekkert sturtaniðurúrklósettinu vatn og ekkert baðvatn. Það er hægt að redda drykkju og tannburstun með flöskuvatni, en það er takmarkað fjör að sleppa baðferðum og klósettsturtunum í 3 daga. Eiginlega bara ógeðslegt frekar.

En þegar rafmagnið fer af er ástandið jafnvel betra. Öll ljós fara, öryggiskerfið og öryggishliðið er dautt, ísskápurinn myndar eigið vistkerfi, tölva og sjónvarp ekki í boði, oooog heitavatns hitarinn er död líka, svo viti menn, EKKERT BAÐ! Og imyndið ykkur þessa gleði í 4 daga...

Vanalega fer vatn og rafmagn ekki svona lengi af, oftast er það dagur hér og dagur þar. Samt svona líka gaman. En þá fer bara eitthvað annað! Síðan ég kom hingað hafa hangið uppi merkingar í verslunum hér og þar að í landinu sé skortur á mjólk. Laukrétt. Stundum fer maður í búðina og það er ekki ein einasta mjólkurferna til. Ekki nýmjólk, léttmjólk eða G-mjólk. Engin mjólk. Það er líka meintur skortur á gosdrykkjum, þó ég hafi ekki orðið vör við það enn. Ég held ég myndi hreinlega missa mig ef pepsi væri bara hvergi til!

Og svo er það það nýjasta. Það er bensínverkfall. Það er svo sem ekkert nýtt að það séu verkföll hér, en bensín er ekki hresst. Síðan ég kom hefur verið kennaraverkfall í 3 mánuði, og (nánast) allir borgarstarfsmenn fóru í verkfall í nokkrar vikur. Þeir hótuðu að ALLIR myndu fara í verkfall, löggur, læknar, slökkviliðsmenn, allir. Ekki beint gaman að vera skotinn í Jóhannesarborg ef spítalinn er tómur! En sem betur fer leystist það áður en þetta gerðist. En já bensín verkfall. Það byrjaði á miðvikudaginn og enn er ekkert að gerast. Flestar bensínstöðvar eru galtómar, sérstaklega í Jóhannesarborg. Ef þetta leysist ekki kemst enginn í vinnuna (fólk er að keyra alveg tugi kílómetra í vinnuna) og landið fer gjörsamlega í kleinu.

..Það mætti halda að maður eigi heima í Afríku!!!