Wednesday, March 14, 2007

Flrghh

Um þessar mundir er mikið að gera í skólanum, enda ekki nema einhverjar 2 vikur eftir fyrir páska. Í gær hjálpaði ég konu úr skólanum við að taka myndir af blóðugu kindarhjarta, daginn áður hjálpaði ég félaga mínum við að sulla bjór út um allt (í þágu listarinnar, hóst hóst) og í kvöld er komið að mér, ég ætla samt ekki að vera subba heldur bara taka myndir af reyk.. ójá já já margrét, villt!

Í þessarri viku á ég svo eftir að skila 1 verkefni, fara á ruslahaug í myndatökur, taka reykmyndir, taka pinhole (heimatilbúin myndavél) myndir og framkalla sjálf. Svo á þriðjudag er próf! Vei! En ég er samt í góðum gír og allt á áætlun.. Margrét klikkar ekkert sko ;)

Nú vona ég að þið ormarnir séuð sátt með þessa innsýn í líf ykkar ástkæru, heyri í ykkur við tækifæri

8 comments:

Afriku Margret said...

http://i11.tinypic.com/40es2ep.jpg

Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni..

Hrafnhildur said...

HEY! Svöl mynd! og stórt hús! Ég flyt sko pottþétt inn! :p

Unknown said...

úúúú töff :D ég tek næstu vél til afríku og flyt inn ;)

Unknown said...

Hæ ekkert smá flott höll . Hlakka til að koma hvenær sem það nú verður

Anonymous said...

Þú alveg sökkar sem bloggari!
Sys

elú said...

ég var að eignast litla frænku....:):) hún var alveg 19,3 merkur

Afriku Margret said...

heeei ekkert rugl! skólinn er lokaður vegna páskafrís og ég hef ekki internet.. ég skal koma aftur öflugri en nokkurn tímann þegar skólinn byrjar aftur!!!

Anonymous said...

eins gott að þú komir margfalt öflugri eftir páskafrí með fullt af myndum og svæsnum sögum.

harps

ps. kristín maría býður þér í 1 árs afmælið sitt næstu helgi. mætirðu ekki örugglega stundvíslega kl 16???