Monday, February 12, 2007

Matur

Hér í Afríku borðar fólk mat. Ég veit að það kemur á óvart. Fólk borðar alls konar mat, og úrvalið er mikið. Verðin eru líka djók. Sumir eiga samt ekki pening fyrir mat, þó ódýr sé.

Í framhaldi af þessu innihaldsríka blaðri vil ég óska eftir uppskriftum og hugmyndum að mat. Maturinn þarf að vera Margrétar-hæfur (enginn laukur takk) og hráefnin mega ekki vera af þeim toga að ég noti þau einu sinni og svo búið (ekki 17 tegundir af einhverjum skrítnum kryddum). Verð skiptir ekki máli, þar sem allt hérna er ódýrt.

Til gamans skal ég setja inn smá týpískan verðlista yfir mat:

Kjúklingur 4 bringur 200-250kr
Nautakjöt 4 mínutusteikur 140kr
Svínakjöt 3 kótilettur 250kr
Lambakjöt 2 lærisneiðar 250kr
Kók 2L 110kr
Egg 6 stk 60kr
Snakkpoki 50kr
Parmesan ostur 250kr
Á skyndibitastað kostar máltíð með öllu um 200-300kr, og á veitingastað er hægt að fá fínasta lunch á innan við 500kr, og klassa kvöldverður er yfirleitt vel undir 1000kr.

Elskuleg móðir!
Svona til að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af fjármálum mínum er ég komin með smá plan í þeim málum. Í hverjum mánuði fæ ég rúmar 70þ krónur í námslán. 35þ fer í leigu, sem þýðir að ég hef 35þ+ eftir, eða rúmar 1000kr á dag. Einu sinni í viku fer ég og tek út 7000kr sem ég reyni eftir bestu getu að láta duga út vikuna. Ef það virkar ekki, eða eitthvað spes kemur upp á, þá á á ég alltaf einhvern smá auka pening. Hingað til hefur þetta samt ekki verið neitt mál. Reyndar fer að koma að því að ég þurfi að kaupa filmur og svoleiðis dót, og þá gæti verið að ég brosi ósköp fallega til þín... *hvolpasvipur*
PS. Uppskriftir fólk, núna.

8 comments:

Unknown said...

ég kann engar uppskriftir, en ég mæli með pasta réttinum sem þú eldaðir handa mér einu sinni :P hann var úber góður :D

Hrafnhildur said...

heyrðu, ég skal bara senda þér gommu þegar blessaðar tölvurnar mínar verða komnar í lag ;)

elú said...

lasagna með brokkolíi í er ógó gott :):):):)

Anonymous said...

takk fyrir hlýjar afmæliskveðjur alla leið frá Afríku (sem ég rakst á hjá Ástu Baunardóttur) :)

Tóta said...

Hummmm.....

Ein dolla skyr, mjólk út í og hræra.

Hehehe!

Kjúklingabringur sem búið að að skera litla holu inn í. Í holuna (vasann) er stungið lítilli sneið af ferskum mosarella osti sem er umvafinn í skinu. Síðan er mjög gott að stinga 1-3 blöðum af ferskri salvíu með inn. Þetta er kriddað með salt og pipar (eða einhverju örðu sneddí sem þig dettur í hug) og snöggsteikt á pönnu þangað til það sést ekki lengur í bleik og er kominn fallegur litur.
Síðan er þessu hennt inn í ofn í nokkrar mín þangað til þær eru tilbúnar.

Þetta er skítlétt og tekur litla stund en það er best að láta fylliguna inn t.d. kvöldinu áður eða í hádeginu.

Unknown said...

En gamla góða tikka masala eða sveppabringur

Afriku Margret said...

Hmmm.. hvorki þykir mér komment hér mörg né gagnleg!

Anonymous said...

franskar steiktar á pönnu? lambakjöt með season all?

nei...bara svona hugmyndir;) er sjálft þekkt fyrir allt annað en frumlegheit í eldhúsi;)

kv. harpa