Saturday, August 4, 2007

Afríka - best í heimi!

Hér á bæ er daglegt brauð að eitthvað af daglegum nauðsynjum vanti. Það hefur ekki liðið sá mánuður síðan ég kom að ekki hafi vantað annað hvort vatn eða rafmagn.

Rafmagnið hefur farið af í 4 daga samfleytt, vatn í 3 daga. Þegar vatnið fer er skiljanlega ekkert drykkjarvatn, ekkert burstatennur vatn, ekkert sturtaniðurúrklósettinu vatn og ekkert baðvatn. Það er hægt að redda drykkju og tannburstun með flöskuvatni, en það er takmarkað fjör að sleppa baðferðum og klósettsturtunum í 3 daga. Eiginlega bara ógeðslegt frekar.

En þegar rafmagnið fer af er ástandið jafnvel betra. Öll ljós fara, öryggiskerfið og öryggishliðið er dautt, ísskápurinn myndar eigið vistkerfi, tölva og sjónvarp ekki í boði, oooog heitavatns hitarinn er död líka, svo viti menn, EKKERT BAÐ! Og imyndið ykkur þessa gleði í 4 daga...

Vanalega fer vatn og rafmagn ekki svona lengi af, oftast er það dagur hér og dagur þar. Samt svona líka gaman. En þá fer bara eitthvað annað! Síðan ég kom hingað hafa hangið uppi merkingar í verslunum hér og þar að í landinu sé skortur á mjólk. Laukrétt. Stundum fer maður í búðina og það er ekki ein einasta mjólkurferna til. Ekki nýmjólk, léttmjólk eða G-mjólk. Engin mjólk. Það er líka meintur skortur á gosdrykkjum, þó ég hafi ekki orðið vör við það enn. Ég held ég myndi hreinlega missa mig ef pepsi væri bara hvergi til!

Og svo er það það nýjasta. Það er bensínverkfall. Það er svo sem ekkert nýtt að það séu verkföll hér, en bensín er ekki hresst. Síðan ég kom hefur verið kennaraverkfall í 3 mánuði, og (nánast) allir borgarstarfsmenn fóru í verkfall í nokkrar vikur. Þeir hótuðu að ALLIR myndu fara í verkfall, löggur, læknar, slökkviliðsmenn, allir. Ekki beint gaman að vera skotinn í Jóhannesarborg ef spítalinn er tómur! En sem betur fer leystist það áður en þetta gerðist. En já bensín verkfall. Það byrjaði á miðvikudaginn og enn er ekkert að gerast. Flestar bensínstöðvar eru galtómar, sérstaklega í Jóhannesarborg. Ef þetta leysist ekki kemst enginn í vinnuna (fólk er að keyra alveg tugi kílómetra í vinnuna) og landið fer gjörsamlega í kleinu.

..Það mætti halda að maður eigi heima í Afríku!!!

3 comments:

Unknown said...

hvernig get ég lýst kátínu minni á sem dramatískasta máta?

*bernadettahopparháttuppíloftafgleðimeð færsluafríkumágkonusinnar*

gaman að lesa, eftir þetta lofa ég að vera þakklát næst þegar ég sturta niður eða fer í bað. guð hjálpi mér hins vegar ef gosdrykkir yrðu ófáanlegir á íslandinu. pepsi max er lífsnauðsyn!

smúts!

Unknown said...

Afríka hljómar vel, eflaust gaman að búa þar.

en hvernig ert þú samt lifandi ef þú kemst ekki í bað á nákvæmlega hverjum degi??

Tóta said...

Hehe!

Geturu ekki bara farið í sandbað?

En ég skil hvernig þér líður. Ég verð ekki hress þegar kornfleks rittersport er ekki til úti í sjoppu ;) hehehe!