Tuesday, August 7, 2007

Cat scan

Ég hef beðið eftir þessari stundu alla mína ævi. Já vinir og kunningjar, það er komið að því að ég fari í cat scan!

Af hverju? Nýlega hef ég verið að fá undarleg köst þar sem sjónin mín hverfur nánast, verður rosa þokukennd með annað hvort skærri doppu í sjóninni eða rönd. Svona eins og maður hafi horft beint í skært ljós. Og hafi fengið sér fáeina kalda. Eftir ca klukkutíma kemur sjónin svo aftur, og smá hausverkur hægra megin í höfðinu. Þetta hefur núna gerst 4 sinnum á innan við 3 mánuðum, síðustu 2 köst með 2ja daga millibili.

Í dag þegar þetta var að gerast í 4ða skiptið fór ég svo beinustu leið til læknis. Hún hleypti mér beint inn og skoðaði mig hátt og lágt. Hún sagði að þetta væri líklegast undarlegt mígreni (nánast án hausverks) eða flogaveiki án floga. EN til að útiloka tauga- eða heilavandræði sendi hún mig til taugasérfræðings næsta mánudag. Hann mun svo væntanlega senda mig í cat scan eða álíka scan. Stuð.

Eitt vandamál samt.. ég á engan kött ?

3 comments:

Unknown said...

þú mátt fá minn kött lánaðan

Tóta said...

Ég þori að veðja að það séu ormar búnir að hreiðra um sig inni í hausnum á þér ;) hehe!

Anonymous said...

oj kettir eru hvort sem er ekki geðfelldir ;)