Monday, October 8, 2007

Jæja já

Í tilefni þess að hlutir hér eru skuggalega mikið ódýrari en á Íslandi ákvað ég að smella inn smá verðlista úr síðustu búðarferð. Gengið er yfirleitt milli 8 og 9 ISK, svo reiknið bara sjálf..

  • Burðarpoki R0,21
  • Einnota rakvélar, 5 stk, Gillette R8,49
  • Dömubindi, 20stk, Always R24,99
  • Reyktar svínakótilettur, 6 stk R 39,57
  • JC Le Roux freyðivín, lítil flaska R 11,99
  • Kók, 1L R 7,39
  • Coco Pops 16,99
  • Súkkulaði stykki, 100gr R 4,59
  • Frosin pizza m/pepperoni R 23,99
  • Pepsi dósir, 6 stk R19,99
  • Franskar kartöflur, 1kg R 15,49
  • Kjúklingabringur peri peri, 2 stk R 10,16
  • Snakkpoki, 125gr R 5,99
  • Kjúklingapylsa fyrir 2-3 R 14,96
  • Svínasteikur í rapsi, 4 stk R 11,83
Skemmtilegt finnst mér að 1 stk kjúklingabringa (ferskar, skinnlausar og úrbeinaðar btw) er á innan við 50 kr, á meðan sambærileg bringa á Íslandi er á ca 500kr.
Einnig er burðarpokinn á tæpar 2kr alveg jafn fínn og 15 króna bræður hans á Íslandi
Svo má kannski bæta við að kippan af bjór í gleri er í kringum 300kr...

5 comments:

Tóta said...

Nenniru ekki ad senda mér kg af kjúklingabringum í pósti?

Anonymous said...

eða bara pening....þú þarft greinilega ekkert á þeim að halda ;)

Anonymous said...

haha jé ræt elú mín, námslánin mín eru samt bara kúkur!

Hrafnhildur said...

þú borðar óhollt! :p

Anonymous said...

margrét! ég vil sjá ávexti, grænmeti, speltbrauð, ávaxtasafa, fisk og jógúrt á næsta lista!!!

kv. yndisleg mágkona yðar