Friday, January 25, 2008

ekki sniðugt

Margréti finnst þetta ekki lengur sniðugt.

Í september cirka í fyrra þurfti hún að fara til taugalæknis þar sem hún var greind með eitthvað sjaldgæft mígreni. Heldur betur gaman.

Síðasta laugardag fór Margrét svo í heimsókn til vina sinna, sem eiga ketti. Um leið og Margrét kom inn fyrir dyrnar fann hún kattaofnæmið hellast yfir sig svo hún tók ofnæmistöflu.

Í dag er föstudagur og Margrét er búin að vera með mikil andþyngsli síðan á laugardag. Svona eins og einhver sitji ofan á bringunni á mér. Læddist þá illur grunur að Margréti að þetta gæti verið astmi..leitaði hún þá að einkennum á doktor.is, sem reyndust vera 100% í samræmi við einkenni Margrétar. Meira að segja var nefnt að köst hefðust oft eftir að fólk hefði  verið nálægt köttum (ef fólk er með ofnæmi þeas). Frábært.

Á tíma kl 2:45, eða eftir 2klst og 9 mín. Það verður nú gaman. Læt ykkur vita hvernig fór.


Edit. Nýjasta nýtt

Er komin frá lækninum. Hún hlustaði, mældi og skoðaði og sagði að ég væri ekki astma. Fjúff. Hins vegar er ég með einhvers konar sýkingu, annað hvort í lungum eða þvagi. Jibbí Jei. Er víst með hita, sem ég tók ekkert eftir, bólginn háls, þvagþrufa sýndi sýkingu og ég veit ekki hvað og hvað. Svo hún skrifaði upp á sýklalyf, lyf til að hjálpa með öndun og verkjalyf.

En svo er annar möguleiki. Ég á að gjöra svo vel að fara í blóðprufu kl 4 til að tékka hvort ég sé nokkuð með malaríu. Wtf?! Það er samt ólíklegt, þar sem ég er á lyfjum gegn því, er ekki með það mikil einkenni, og það er langt langt síðan við komum aftur.

Fæ að vita í kvöld. Annars á ég að leysa út sýklalyfin á morgun.

2 comments:

Anonymous said...

batakveðjur frá okkur!

kv. harpa

Anonymous said...

þú ert bara með klamidíu margrét mín ;) elú